Ég var að setja upp RH 7.3 á tiltölulega gamalli vél. Það sem mér tekst ekki að stilla sómasamlega er “refresh rate” á skjánum þ.e. gluggarnir koma upp fínir og flottir en um leið og ég fer að hreyfa eitthvað til á skjánum þá fer allt í steik. Það er eins og tölvan ráði ekki við að endurteikna myndirnar skjánum. Þetta er sennilega ekki spurning um upplausn, ég fæ sama vandamál í 640x upplausninni.
Það er líka annað sem angrar mig og það er músarbendillinn. Það “hangir” neðan í honum kassi með svörtum og hvítum línum og músarbendingunni er hliðrað sem nemur kassanum.
Hvað veldur þessu? Nú er þetta engin rosa tölva en það hlýtur að vera hægt að stilla sig fram hjá þessu með því að slá af kröfunum til upplausnar eða tíðni. Verst er að ég hef ekki hugmynd um það hvað veldur og ef ég á að breyta öllum stillingum þá eru það c.a. 100! möguleikar sem myndu endast mér ævilangt.
Er einhver með hugmyndir??

Hatri

p.s. Uppsetningin á 7.3 rokkar, þetta var betra en windows (fyrir utan skjávesenið)