Ég veit ekki alveg hvar þetta á heima þannig að ég set þetta bara hér :)

Fyrir löngu síðan þegar ég var með triple boot, NT4, Win98 og RedHat, notaði ég eitthvað forrit til að bæta Linux boot partitioninu í boot.ini skránna hjá NT og notaði þannig boot managerinn hjá NT til að boota öllum þremur kerfunum, sem var mjög þægilegt fyrir Linux noob einsog mig. Ég var búinn að gleyma því hvað þetta snilldartól hét en svo fann ég það núna áðan :)

Tólið heitir BootPart og það fæst <a href="http://www.winimage.com/bootpart.htm">hér</a> og mér sýnist það vera fullkomlega ókeypis. Það eina sem ég sé að er að það vill einhverja Fat16 köku… hlýtur að vera hægt að redda því…