Ég vil byrja á því að segja aðég hef enga reynslu af Linux og nota bara XP eins og er. Mig langaði að prófa Linux þar sem langaði að sjá eitthvað nýtt og var auk þess þreyttur á öllum þessum einokunar- og peningagræðgishugmyndum hans Bills. Jæja, ég var að pæla hvort þig gætuð sagt mér svona undirstöðuatriðin í þessum Unix/Linux heimi, eins og af hvað compile, rpm, kernel og allt þetta þýðir og gerir. Áðan prófaði ég að d/l Slackware 8.1 iso og ég skildi ekkert í því, ég notaði Daemon Tools til að gera virtual drive fyrir isoið og á disknum er ekkert setupeða eitthvað slíkt, bara einhverja texta, 2 .gz fæla og einn .zip fæl. Ef þið gætuð sagt mér hvernig maður setur þetta upp þá væri ég afar þakklátur. Ég er líka byrjaður að d/l Red Hat 7.3 til að prófa. Gætuð þið líka sagt mér frá einhverjum íslenskum Linux síðum, fyrir utan linux.is?
___________