Sælt veri fólkið !
Ég er harðsvíraður Windows kall sem er farinn að efast í trúnni.
Ég ákvað því að prófa að setja Redhat á tilraunavélina mína. Innsetningin virtist ganga snurðulaust og vélin fór í gang og allt voða fínt Internetið virkaði og ekki hægtað kvarta nema það að þetta er allt saman ferlega hægvirkt.
Ég setti inn KDE og leiki í valmyndinni, that's it.
Er eitthvað basic atriði sem mér gæti hafa yfirsést í uppsetningunni ? eða hef ég sett inn allt of mikið af dóti.
Ég valdi sjálfvirka uppsetningu.
Þessi vél gengur fínt með W2K. Kannski er vélin mín ekki heppileg fyrir þetta kerfi

200Mhz K6
Riva128 skjákort 16MB
198MB minni
Nokkur GIG ide diskur

Gaman væri að fá álit eða leiðsögn lengra kominna á linux brautinni.