Já það má segja það að ég sé svo mikill nýgræðingur að ég setti upp redhat og svo þegar hún bauð mér að setja upp lilo þá virkaði það ekki, ég kunni ekkert að komast inní windows aftur þannig að ég endaði á því að starta tölvunni með windows disknum aftur og setja windows upp á nýtt svo ég kæmist inní windows aftur.

Ég er nýkominn með utanliggjandi módem í staðinn fyrir gamla innbyggða. Er það ekki nokkuð til í því að þegar ég er kominn með linux upp og orðinn tengdur að ég sé fljótari að læra á þetta þegar ég er núna orðinn tengdur netinu..og verð enga stund að fá lausn vandamálsins einhverstaðar á netinu…. ég held það.

Núna ætlaði ég að gera aðra tilraun, ætla að gera tilraun að setja upp linux aftur og reyna að koma tengingunni í gang, gott væri að ég myndi líka takast að stilla lilo rétt núna svo ég gæti komist inní windows aftur þegar ég vildi.

Ég renndi yfir leiðbeiningarnar á adsl.is og held að ég gæti ekki gert þetta, því að þegar ég reyndi að edita skrár síðast, þá opnuðust þær bara í held ég mozilla vafranum og ég held ég að það verði að útskýra betur hvernig ég get opnað tilteknar skrár og bætt þessu sem er inná adsl.is inní?

Gæti jafnvel einhver gefið sér tíma í að svara þessu og upplýst mig hvernig ég get gert þetta nú eða hvort það séu jafnvel einhverjar betri leiðbeiningar annarstaðar?

Takk fyrir
Stebbih