Ég er að reyna að skella inn Linux til að surfa á netinu nokkuð hættulaust, orðinn pirraður á IE, en lendi alltaf í vandræðum með adsl-ið. Ég er búinn að prófa ýmsar útgáfur af mandrake og redhat en þær vilja ekkert kannast við kortið (ég er með ITeX ADSL PCI NIC kort).
Ég fékk einhverja linux drivera með kortinu en það gengur ekkert að setja þá inn, ég er búinn að prenta út alskyns leiðbeiningar en þær hjálpa ekkert og ég er alveg að fara að gefast upp…
Núna auglýsi ég eftir hjálp frá einhverjum Linux-gúrúinum sem hefur sett upp samskonar kort í linux og væri til í að birta idiot-proof leiðbeiningar um það hvernig á að koma því í gang…

kv.
Swing3