Ég er að skoða það að vera með Mediacenter linux kerfi.
Ég er með uppsett LinuxMint og ég keyri upp xbmc með því sem gluggakerfi.

allavega, ég hef verið að skoða fjarstýringar og vil helst reyna að komast ódýrt útúr þessu.
Ég keypti mér Multimedia Remotec fjarstýringu frá König, með bw6130 chipset usb tengd, dmesg segir að þetta finnist. en þegar ég reyni að fá lirc til að þekkja móttakarann þá virkar það ekki.
Hefur einhver annar verið að vinna í svipuðum hlutum og þekki betur til lirc en ég?

kv. Hlynur H.
Aka. Netscream.