Er til einhver “terminalhermir“ (terminal emulator) sem hefur innbyggða skipanalínusögu? Eða einhver milliliður á milli forrita og /dev/tty þannig að ef það fær senda control-stafi þá bregðist það við á gáfulegan hátt og tekst að stroka út fyrri tillögur sínar. C-h ;?

Ég er ekki að reyna að svíkja Unix-mottóið með þessu heldur var hugsunin að þurfa ekki að byggja þetta inní hverja einustu skel mér dettur í hug að nota. Tclsh og dash held ég líka hafa t.d. ekki skipanasögu, né autocompletion ef út í það er farið.

Væri hægt jafnvel hægt að fá hermi án ncurses (mér er illa við þær)? Ef þið vitið ekki um vitið hvernig hægt væri að búa hann til? Og þetta yrði helst að fylgja Unix-prinsippunum útí fyllstu æsar (af prinsipp ástæðum, nú og uppá funnið!).