Hæ,
ég er með Ubuntu Linux nýinstallað á tölvunni minni og er með Gentoo Linux á USB-minnislykli (minimal install LiveCD/LiveUSB) en BIOSinn getur ekki bootað af USB þannig að ég setti Gentoo inná partition og tókst að boota af því (en ekki ná í restina af kerfinu af netinu) en síðan setti ég inn nýju útgáfuna af Ubuntu Linux, og straujaði harða diskinn í leiðinni.

Ég hef ekki bootað Gentoo síðan (hef ekki stillt Syslinux eða breytt Master Boot Recordinu eða neitt) en mig langar að láta GRUB boota annaðhvort þessara eftir því hvaða skapi ég er í. En þarf ég að stilla GRUB einhvern veginn til að hann booti Gentoo, og þarf ég að fikta eitthvað í MBRinu?

Ef ég skil þetta rétt þá á ég að boota Ubuntu fyrst og nota svo Grub einhvern veginn til að skipta yfir í Gentoo. Ég fiktaði í /boot/grub/menu.lst og merkti *bæði* /dev/sda1 og /dev/sda2 bootable í cfdisk. Ég keyrði samt ekkert grub-update eða neitt slíkt og fiktaði ekki successfully í MBRinu.

En væri kannski hægt að nota sama kernelinn og mounta /etc og slökkva á X servernum til að komast í low-level erfitt Unix-legt umhverfi? En mig langar helst að vita svarið við hinu ef ég dual-boota í Plan9.