sælir hugar.

ég er með Ubuntu Linux,

vandamálin sem hafa verið hjá mér er að alltaf þegar ég ætla mér að fara inná t.d. www.chat.is þá frýs firefox hjá mér. Hef einu sinni náð að komast inná þessa síðu.
Svo með leiki á netinu þá hökta þeir ávallt og oftast nær fæ ég þá ekki einu sinni til þess að fara úr Intro draslinu. Einhver hugmynd um þetta?

Svo ætlaði ég að vera voða flottur á því að fá mér Wolfenstein leikinn í tölvuna en nei viti menn það er greinilega ekki eins simple og ég hélt að setja upp leikinn því að þegar ég var búinn að niðurhala leiknum þá er það bara einn fæll á desktopinu svo þegar ég klikkaði á hann var eins og ég væri ekki að nota rétt forrit til að opna hann. Einhver hugmynd um þetta?

Niðurhalaði G-Force myndinni um daginn og lenti í því óhappi að það var ekki búið að extracta hana úr .rar svo að eǵ geri heiðarlega tilraun til þess að extracta hana með s.s. extract forritinu sem var í boði í tölvunni en nei þá styður það forrit ekki .rar sem mér finnst voða skrítið, kannski bara ég, einhver huugmynd hvaða forrit ég get notað?

Svo er ég að reyna læra á Wine en það gengur svona sitt á hvað hef eiginlega bara ekki tíma til að lesa mig til svo ég var að spá hvort einhver vildi vera svo vænn að lýsa þessu svona ágætlega fyrir mig eða bent mér á einhverjar góðar lýsingar.

hvar finn ég svo Amsn? er búinn að leita í Add/Remove… dótinu hjá mér en það kom ekki þar :S

Er ég kannski ekki nógu skarpur til að hafa Linux mér við hönd eða er þetta ósköp venjuleg byrjenda vandræði?

Þakka fyrir mig

Bætt við 20. október 2009 - 15:40
já gleymdi því líka get ekki alltaf horft á myndbönd af youtube.com og get heldur ekki horft á SouthPark þættina á allsp.com :(