Ég var að setja upp Ubuntu á venjulegum laptop.

Þetta gekk allt saman eins og í sögu nema þegar kom að því að fara á netið.

Tölvan finnur þráðlausa netið hér á heimilinu og ekkert mál með það.

Ég smelli á þráðlausa netið sem ég ætla að connecta og slæ inn passwordið til að komast á netið og ekkert mál með það.

Þegar ég er búinn að slá inn passwordið þá næ ég að connecta netið og stendur “SpeedTouch***** Connection Established”

Er með fullt samaband og allt í goodý!

Samkvæmt tölvunni er ég nú tengdur netinu, en þegar ég opna Firefox kemur:

“Failed to Connect”
“Firefox can't establish a connection to the server at hugi.is/linux”

Ég næ heldur ekki að signa mig inn í Pidgin Internet Messenger.

Einhver með lausn á þessu vandamáli?