Sælir

Ég var að prófa Ubuntu núna í fyrsta skiptið með því að skella því á MacBookinn minn…

Það virkar allt glimrandi vel fyrir utan nokkur atriði og var að vonast að einhver af ykkur snillingum gætuð hjálpað mér að fixa þau.

#1. Þráðlaust net
Þráðlausa netið virkar fínt þegar ég er búinn að connecta! En oftar en ekki tekur það mig 10mínútur að connecta við þráðlausa netið! Tölvan reynir og reynir að tengjast en endar alltaf á því að koma upp með gluggann þar sem að maður skellir inn passwordi fyrir netið og “Connect” takkinn og fleira… Þegar ég ýti svo á “Connect” takkann þá byrjar hún að connecta við netið en eftir smá stund þá failar hún á því að connecta… Ég þarf oftast að eyða um 10mínútum í að komast á netið.
Einhver sem kann ráð við að leysa þetta vandamál?

#2. Lyklaborð
Lyklaborðið hjá mér er að fúnkera vel fyrir utan einn smávægilegan hlut og það er að ég get ekki gert (at) merkið. Ég er með MacBook og er þar afleiðandi ekki með “Alt Gr” takkann til að gera (at) merkið í Windows…
Er einhver sem að getur bent mér á lausn við því að geta gert (at) merkið, frekar vonlaust að geta ekki stimplað það inn.

#3. Video
Þegar ég ætla að spila video t.d. af YouTube þá er videoið bara svart og engin mynd kemur. Hljóðið virkar fínt en engin mynd. Var að spá hvernig ég fixa þetta? Er þetta ekki bara codec eða flash vandamál?

Ekki fleiri vandamál eins og er og vona að það koma ekki fleiri upp með tímanum! So far so good! :D