Sælir unix/unix-like notendur ég taldi þetta besta vettvanginn til þess að spyrja þessarar spurningar þar sem Linux fanboys ættu að vita mest um þetta.

Ég er að velta tvennu fyrir mér. Í yfirvofandi volæði hef ég ákveðið að prufa FreeBSD og dualboota það með Ubuntu (jafnvel tripleboot og þá eitthvað prufu linux kerfi).

Mínar vangaveltur:

1. Á official FreeBSD síðunni á Get FreeBSD svæðinu þá eru margir valmöguleikar um hvaða platform maður vill. Ég hef alltaf tekið amd64 af Linux kerfunum en er það það besta af þessum mörgu platformum? Ef ég klikka á ISO í amd64 línunni þá fæ ég upp ftp index og ég var að spá hvað ég ætti að taka af þessum skrám?

2. Þá kemur upp issueið með bootloaderinn og partitioning. Á ég fyrst að setja upp Ubuntu eða FreeBSD og á ég að nota GRUB eða FreeBSD bootloaderinn (gæti svosem verið GRUB, veit ekkert um það). Og hvernig á ég að partitiona drifin? Ég vil hafa Ubuntu þannig sett upp að þegar/ef ég upgradea að þá tapi ég engu. Ég þarf ekkert /home partition í rauninni því að ég nota bara diskana sem ég er með allt draslið mitt á.

með fyrirfram þökk ;)