Sælinú.

Þetta er kannski ekki pjúra Linux vandamál, en mér datt í hug að bestu hjálpina væri að finna hérna.

Málið er að ég er að reyna að dual-boota WinXP og Ubuntu, vandamálið er hinsvegar að ég er búinn að týna MBR gaurnum mínum. Ég veit ekki alveg hvernig ég fór að því, en ég kenni Microsoft alfarið um það.

Ég var að spá hvar ég gæti fundið upplýsingar um það, kannski eitthvað forrit til fyrir Win, eða bara í BIOS? Og ef það er bara BIOS, þá koma náttúrulega upp vesen á borð við hda = hd0,0 = C: ??? Er ekki alveg klár á þessu.

Ef ég á að kortleggja diskana mína (gæti hjálpað) þá er það eitthvað á þann háttinn samkvæmt Computer Management/Storage/Disk Management :
Disk 0
* J: (Win primary, boota upp á þessu (multi(0)disk(0)rdisk(0)partition(1) skv boot.ini))
* C: (Gamla Win sem fór í köku (multi(0)disk(0)rdisk(0)partition(4) skv boot.ini))
* D: (Ext3 partition sem ég vildi nota fyrir Linux)
* Z: (Swap partition)
Disk 1
* S: (Ext2 partition, bara gögn hérna, held ekkert stýrikerfislegt)

Ég get bootað upp LiveCD og slegið inn funky Linux skipanir ef það hjálpar eitthvað.

kv,
smeppi
indoubitably