Var að installa Ubuntu 8.10 á tölvu í eldri kantinum(2002 ca.) og fékk í fyrstu Grub error 2. Náði að laga það með því að fara í BIOS og stilla HD-inn á Auto. Eftir það frýs allt saman eftir að appelsínugula loading stikan fyllist. Þegar loading-ið er búið gerist ekkert. Hef prófað að skilja tölvuna eftir gangandi í 3 tíma og fékk ekkert.
Ég er að nota ævafornan HD(2000 ca.) sem mér dettur helst í hug að sé vandamálið. Þegar ég starta Live disknum kemst ég samt inn á þennan HD og hann virðist virka fullkomlega.
Eftir mikið Gúgl rakst ég á eitthvað um það að með nýjustu útgáfunni hafi ext3 verið breytt eitthvað og fólk geti ekki bootað á gömlum HD. Gæti það virkað hjá mér að installa á ext2 formattaðan disk?
Með von um þroskað svar, kv. Fontes