Ég vildi aðeins segja frá þessari útgáfu smá eiginleika sem lét mér bregða. Sá möguleiki er mjög góður fyrir nýkomna sérstaklega. Hann er fjölhæfur.

* Sama hvaða USB tengt tæki sem er með stýringu er 100% automatic fundið án vandræða núna. Margir! hafa átt í vandræðum með flakkara formataðan í Windows (NTFS) en er það vandamál horfið þar sem kerfið virðist sjálfkrafa laga alla errors sem koma fyrir.

* Uppsetningin er orðin svo auðveld að 5 ára frændi minn getur sett upp kerfið.

* Ertu með mús með fleiri en 3 tökkum, eins og til dæmis Logitech G5? Það er búið að laga það þannig að automatic þá virka takkarnir í öllum forritum með sömu shortcut stillingu og Firefox fyrir músina.

Það er nærrum því mánuður síðan þetta kom út, en enginn virðist hafa látið vita af allskonar hlutum sem hafa orðið meira nolearned-friendly. Það eru fleiri hlutir sem hafa orðið léttari fyrir byrjendur en ATM þá man ég ekki eftir þeim 100% :)

Endilega þið hinir sem kunna meira komið með ábendingar fyrir hina nýkomnu ef þið lumið á einhverju eða leiðréttið mig ef eitthvað er rangt hjá mér :)