Ég hef alltaf fyrirlitið Windows í öllu sínu veldi og vil prófa Ubuntu, brenndi disk einhverntímann og testaði þetta en var of hræddur við breytingar til að installa því :P

Ég kann alveg á tölvur en ekki þetta forritunardæmi(kann ekkert á það)

En ég geri ýmislegt í tölvunni og vil vita hvort að þetta henti mér, vil ekki lenda í einhverju “wall of text crits you for 7433” veseni, en semsagt þetta geri ég í tölvunni

Skrifa ritgerðir/glærushow
Nota netið/msn (veit um Amsn)
downloada með utorrent og horfi á bíómyndir/hlusta á tónlist
spila Counter strike source og Heroes III

Gæti eitthvað komið uppá í sambandi við eitthvað af eftirtöldum atriðum, veit að ég downloada wine til að spila cs eða downloada þessu C-eitthvað(windows emu), og í sambandi við driver-a, er eitthvað vesen með þá?

Með von um góð svör, Anarcho.