Komiði sæl, Linux notendur á Íslandi!

Ég undirritaður Linux dellukall bý í Þýskalandi, þar sem ég er við nám. Þar af leiðandi hef ég aðgang að íslensku útvarpi (og lítillega að sjónvarpi) aðeins gegnum internetið. Hjá RÚV varð nýlega sú breyting að efni þess er
nú aðeins útvarpað í Windows Media kóðun. Á síðu rúv er smá tilkynning um þetta. (Af www.ruv.is):

<quote>
Beinar útvarpssendingar Ríkisútvarpsins á vefnum sem hingað til hafa verið í Real kóðun hafa nú verið færðar yfir í Windows Media kóðun. Markmiðið með þessari breytingu er að veita betri og öflugri þjónustu. Windows Media spilarinn fylgir með nýjustu tölvunum í dag og uppfærslur er hægt að nálgast hér.
</quote>

Fyrir mig (og aðra sem nota annað ef Microsoft búnað) er nýja þjónustan hvorki betri né öflugri an sú gamla, heldur verri, þar sem ég hef engan aðgang að henni lengur. Þessi breyting er þvert á það sem gerist til dæmis hér á meginlandinu, þar sem breytingar eru heldur í átt að opnum (eða sem aðgengilegustum, ég veit að Real er ekki opnara en Windows Media) stöðlum, sérstaklega í þjónustu hins opinbera, sem að sjálfsögðu er fjármögnuð af skattgreiðendum. Hin röksemdin fyrir þessari breytingu (“Windows Media spilarinn fylgir með nýjustu tölvunum í dag”) finnst mér afar veik, þar sem mjög auðvelt er að ná sér í annan spilara, og þarna er rúv beinlínis að styrkja einokunarstöðu Microsoft. MS vinnur í augnablikinu mjög
ötullega að því að ná einokun á “streaming media” á netinu, og þarfnast ekki hjálpar íslenska ríkisins.

Hvað finnst ykkur um þetta? Er ekki rangt að þurfa að borga MS skatt til að hlusta á útvarp allra landsmanna? (Ekki falla í þá gryfju að halda að MW spilarinn sé “ókeypis”!) Ég skrifa þennan póst til að vita hvort einhver annar hafi tekið eftir þessu, og hvort eitthvað hafi verið sett í
gang vegna þessa. Ef ekki, þá býst ég við að skrifa vefmeistara rúv næst.

Bestu kveðjur,

Davíð Þór Bragason
Freiburg, Þýskalandi

P.S. Ég veit af tilraunum til að “afkóða” WM format undir Linux, en þær eru held ég á frumstigi. Hvort sem er væri annað format miklu betra (MP3, Ogg, Real…).