Daginn
ég á í vandræðum með að setja upp Ubuntu 7.10 á gamla Dell CPX tölvu sem mér áskotnaðist. Ef Ubuntu er keyrt upp af Live disknum virkar allt alveg ljómandi vel.

En þegar ég installa kemur alltaf Errno 5 þegar 49% er búið að installast og mér skilst að það sé vegna þess að Installerinn getur ekki partitionað harðadiskinn rétt. (tékksumman á iso skránni stemmir og geisladiskurinn er í lagi)

Það á að vera hægt að fara í kringum þetta með því að búa sjálfur til partitionin í Partition manager (Gparted) en það festist í checking all drives. Mér skilst að það sé vegna þess að jafnvel þó svo að ekkert diskettudrif sé í vélinni sé samt modull fyrir það í gangi og Gparted festist í því að reyna að ná sambandi við drif sem er ekki tengt. Hugsanlega er þetta einnig að trufla installerinn. þar sem þetta er Dell eru takmarkaðir möguleikar í Biosnum til að koma í veg fyrir að þetta gerist.

ef ég fer í Terminal þá virkar ekki dmmod -w floppy heldur kemur “operation not permitted” Hvernig get ég orðið mér úti um næg réttindi til að geta slátrað þessum floppy modul með Live disknum? (Gparted virkar ekki heldur í gegnum skelina)

Einhver með lausn við þessu?
Og að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði.