Sælir

Svo er mál með vexti að ég keypti mér þennan snilldar sjónvarpsflakkara Mvix MX-760HD. Hann keyrir á Linux kerfinu ucLinux. Eini gallinn sem ég sé við hann er að hann sýnir t.d. ekki cover við bíómyndirnar og mig myndi langa til að leika mér með kerfið, breyta því aðeins. Ég hef ekki notað linux þó áður, en kann php forritun og fleiri á borð við javascript. Er mikið mál þá fyrir mig að leika mér með þetta og er það á annað borð hægt yfir höfuð?
Hefur kannski einhver prófað þetta?