Þannig er mál með vexti að ég var að upgradea í Fedora Core 7 núna um daginn.
Þegar ég var búinn að upgradea þá lenti ég í heilmiklum vandræðum með yum. Einhverjir 80 pakkar sem þurfti að uppfæra og ég gat það ekki vegna einhverju rugli í kringum vlc. Nú er ég búinn að laga það, en þá er amarok í fokki. Hann getur ekki lengur spilað mp3. Og mín spurning er sú. Veit einhver hvernig á að laga þetta. Og já, ég er búinn að googla þetta vel og lengi.