Ég er byrjandi í Linux og er að reyna að þreyfa mig áfram. Núna er ég að reyna að setja upp skjákorts drivera frá NVidia, en uppsettningin stöðvast og upp kemur villimelding sem segir að ég þurfi að setja upp kernel-source. Ég las mér til á netinu og rakst á skipunina “yum install kernel-devel”. Eitthvað installaðist nú við það þannig að ég prófaði að setja upp skjákorts driverana aftur en sama melding kom. Kernelinn sem ég er með núna er 2.6.20-1.2320.fc5smp. Ég er búinn að uppfæra allt þ.e “yum update”
Getur einhver hjálpað mér, ég er frekar lost.