Þannig er mál með vexti að ég er með Ubuntu Feisty uppsett á fartölvunni minni (Acer Aspire 5104) og þegar ég boota kemur enginn splash screen. Hefur einhver einhverja hugmynd um af hverju þetta virkar ekki? Ekki það að þetta hafi einhver áhrif á ánægjuna sem ég hlýt af tölvunni, það er bara frekar kjánalegt að það sé bara svartur skjár í einhvern tíma þangað til gdm kemur upp.

Þetta er í annað skipti sem ég set Ubuntu upp á henni. Fyrst setti ég upp Ubuntu Feisty venjulegt en núna notaði ég alternative diskinn, í fyrra skiptið virkaði splash. Og þegar ég setti live diskinn (alternative) virkaði splash líka.

En bara… Er svona að pæla hvort einhver viti hvað geti verið að þessu.
“If it isn't documented, it doesn't exist”