Jæja, ég er algjör nýliði þegar kemur að linux.
Og vill ég vita hvort það sé einhvað mál að uppgrade-a sig í þessum heimi.

Einhverju vegna var sett upp Fedora core 2 minnir mig á velina hjá mér, og eins og allir vita er það orðið frekar gamalt rusl :P.

Sé hér á fedora.is að það sé allveg komið upp í 6.
Er einhver möguleiki að hoppa frá fedora 2 yfir í 6. Án þess að gera einhvað svaka vesen ?

Svo sem breyta öllu stillingar veseninu og fleirra ?

Fyrir framm þakkir til þeirra sem exely svara af viti :P.