Ég er að spá hvort það sé ekki einhverjum hérna sem langar í pening.

Ég er með kannski 3-4 ára gamla PC vél sem Windows er inná. Ég hef aldrei notað linux og veit ekkert um það. En ég var að spá, er einhver hérna sem myndi samþykkja það að ég kæmi með tölvuna til einhvers hérna. Sá aðili formatar hana og tekur út windowsinn og setur inn linux ubuntu eða einhvernig sem það er skrifað desktop útgáfuna í staðinn og gerir tölvuna tilbúna til notkunar og líka þannig að öll soundkort og netkort og allur búnaður virki. Ég keypti þessa tölvu notaða svo ég hef ekki neina diska með driverum..

5000 kall í boði fyrir þann sem er til í að gera þetta. Ég kem með tölvuna, er á höfuðborgarsvæðinu.
Cinemeccanica