Ég er með linux tölvu með nokkuð gömlu Mandrake kerfi og er með á henni nýlegan apache og php 4.0.6 (+ nýlegt mysql).

(Næsta paragraph er bara aðdragandi að vandamálinu og er í rauninni meira hugsaður sem skemmtilesning)

Nú tók ég mér á hendur að raða í stafrófsröð símaskrá úr gagnagrunni (já hlæiði bara, en af því að við Íslendingar þurfum að skeyta einhverjum andskotans óskiljanlegum stöfum inní tungumálið okkar þá er þetta bara alls ekkert eins einfalt og það hljómar). En svona til að gera langa sögu stutta þá loksins skrifaði ég þessa frábæru lausn á þetta vandamál, sem fól m.a. í sér að ég bjó til array með stafrófinu (eingöngu stórum stöfum) og leitaði að hverjum stafi fyrir sig en notaði strtoupper() á hann. Þegar ég var loksins búinn að skrifa þessa alveg hreint frábæru stafrófsröðunaraðferð rak ég augun í það að hann Böðvar var á undan öllum öðrum í b-inu. Nú voru góð ráð dýr.

Það var svo eftir miklar bollalengingar að ég sá að þetta kerfi sem sett var upp réð ekki við að setja íslenska stafi í uppercase (ég prófaði þetta á annari tölvu sem gat það) þannig að ég bætti litlum stöfum á viðeigandi staði í stafrófsarray-ið (“X”,“Z”,“Þ”,“þ”,“Æ”,“æ” …). Nú er þetta það sem kallast á kjarngóðri íslensku “skítaredding” og það er það sem er að bögga mig. Því spyr ég:

Hvar stilli ég locale setting í linux í gegnum hardcore console (ég er t.d. hvorki með linuxconf né setup)?
Og þarf að stilla þetta sérstaklega til í php?

kveðja,
thom