Ég er nýbúinn að installera Ubuntu 6.10 (edgy eft) og finnst það vera nærrum því fullkomið!
En það kom samt upp smá dílemma. Screen resolution er bara í 1024x768 og 0 Hz refresh rate! Skjárinn ætti að komast upp í 1280x800 á 60 Hz.

Ég hélt fyrst að þetta væri eitthvað vesen með driver svo að ég fór í terminal og skrifaði inn

sudo apt-get update
sudo apt-get install linux-restricted-modules-$
sudo apt-get install xorg-driver-fglrx

En það gerði ekki neitt, þannig að ég sækti dræverinn héðan héðan en því miður kom það í .run skjali, og ég virðist ekki geta gert neitt með það.

Þannig að hérna er ég og hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera. Ef einhver veit hvað skal gera, vinsamlegast gefðu álit þitt!