Ég er með tvö frekar ólík vandamál með Ubuntu og þau eru:

1. Fyrsta vandamálið er einmitt það að rétt eftir að Ubuntu startar sér þá verður skjárinn alveg svartur, rétt eins og hann hafi slökkt á sér. Ég er frekar nýr með linux yfir höfuð (hef notað windows allt mitt líf) þannig að ég hef ekki hugmynd um hvað ég er að gera og hvað ég á að gera. Ég hef bara getað séð hvað er að gerast með því að tengja tölvuna við annan skjá.

2. Annað vandamálið er það að ég get ekki tengst við netið, hvað sem ég geri, ég fer í system > administration > og svo í networking. Ég set upp allt sem ég þarf að setja upp á wireless network properties en samt gerist ekkert.

Eins og þið sjáið (eða sjáið ekki) þá er ég í frekar miklum vandræðum. Ef þið vitið hvað er að gætuð þið vinsamlegast hjálpað mér.

-Darhie