Okey… Ég er búinn að finna autostart möppuna fyrir gnome undir /usr/share/gnome/autostart
En mig langar að vita hvort, og þá hvernig, hægt sé að búa til scriptur þar án þess að vera með rótarréttindi. Alltaf þegar ég hef reynt að skrifa einhverjar skriptur sem venjulegur notandi hef ég ekki geta vistað fælinn.

Einnig var ég að spá í hvernig maður breyti sudoers skránni þannig að ég, sem venjulegur notandi geti keyrt eina skipun, sem ég get bara sem rót. Sú skipun er ntfs-3g.

Með von um að þið hafið skilið vandræði mín ;)

kv. Finisboy