Ég á í vanda að stríða hérna. Ég setti upp ubuntu 6.06 á tölvuna mína og það er allt í lagi með það. Svo langaði mig til að prufa leiki og gá hvernig þeir kæmu út og þannig. Þannig ég downloadaði Cedega 5.1 (já ég veit, ég er þjófur :P). En ég veit ekki hvernig á að nota Cedega til að spila leiki, hvernig gerir maður þetta?

Ég tek það fram að ég kann lítið sem ekkert á linux og veit ekki hvernig það virkar (með lgz(?) og rpm og það)

Vonast til að fá góð svör sem hjálpa :)