Þannig er nú mál með vecti að windowsið mitt er farið að fara í mínar fínustu en ég nenni ekki að fara að setja upp eitt distró til að komast að því að það er ves að configura hardware ( hef smá reynslu af linux en hætti síðast að nota fedora þar sem það var klikkað ves að stilla þráðlausakortið og ubuntu var ekki að höndla skjáinn. Sama hvað ég leitaði þá var engin optimal lausn og ég gafst bara upp ). En nú langar mig að setja upp linux en þar sem ég er lítið inni í hverju distrói fyrir sig og allar upplýsingar sem ég finn eru meira svona allmennt ekki beint þeir fídusar sem ég leita eftir.

Byrja á specci:
MSI k8n diamond móðurborð með 802.11g wireless + bluetooth. http://www.msi.com.tw/program/products/mainboard/mbd/pro_mbd_detail.php?UID=638
2,2 GHz AMD 64bit ( man ekki númerið og finn ekki kvittunina )
MSI NX7600 GT (NVIDIA GeForce 7600 GT)

Þetta eru einu hlutirnir sem ég man eftir sem gætu böggað mig.. :D

En svo er málið, ég notast mikið við Openoffice þannig að það er ekkert issue. Eina notkun mín sem gæti verið smá vesen ( Wine ) eru tölvuleikir, til að mynda WoW hvaða distró er hann að koma vel út á?
Einnig apt-get eða svipað kerfi væri mjög gott.
Og svo skemmir ekki ef til er íslenskur spegill fyrir pakkastjórann.
Endilega bendið mér á þau distró sem þið teljið henta mér, þar sem ég nenni ekki að ákveða eitthvað og lenda svo í veseni þar sem þá hræðir það mig aftur frá linux í smá tíma.. :D

takk fyrir Golin