Ég er með Apache uppsettan á litla og sæta linux vél hérna heima hjá mér og ég er búinn að vera reyna að stilla hann. Málið er að þegar ég beini vefskoðaranum mínum á vélina þá kemur alltaf upp listi yfir skrár í skráarsafninu nema að þar sé skrá sem heitir index.html
Það dugar ekki að hafa hana index.htm og allra síst index.php. Hvernig stilli ég þetta svo að hún lesi index.php skrána. Ég er búinn að stútera leiðarvísinn með Apache og líka fletta oft og morgun sinnum í gegnum httpd.conf og mime.conf og ég finn enga stillingu sem ég get sett inn.
Einhverjar hugmyndir ?
Spirou Svalsson