Ég setti upp FC 5 á sama harða disk og xpinn minn en á aðra sneið(partition). Mér líst mjög vel á þetta stýrikerfi en þegar ég ætla að ræsa tölvuna gegnum XP þá fæ ég blue screen sem (ansk. man núna ekki hvað stóð þar) allavega hún vildi ekki ræsa XPinum, mér var tjáð að ef þetta væri fyrsta skipti sem ég fæ þessa villumeldingu ætti ég að endurræsa vélina, ég gerði það en fékk sömu boð. Einnig stóð að þetta gæti stafað af nýjum vélbúnaði eða hugbúnaði sem hefur ekki verið settur upp almennilega.
Þarf ég að henda FC og setja hann á annan disk en Windowsinn er á?

Önnur spurning, hvar eru gögnin mín? Þegar ég opna Computer þá sé ég dvd drifið mitt, skrifarann, network og file system en engan harðann disk.
Plís ekki dissa mig þó ég sé núbb með linux.
Takk fyri