Ég á í dálitlum vandræðum með PCU. Sko það er málið með vöxtum að þegar ég er með fleiri en þrjú forrit í gangi í svona klukkutíma, einn og hálfan, þá ofhitnar tölvan og FC5 slekkur á sér.

Ég hef aldrei átt í þessum vandræðum með Windows. Svo minnir mig að í byrjun þegar ég starta FC5 þá kemur message sem lítur út líkt og þetta:

cannot start eitthvað 8025 to io-apic .. hvað er það? Er það ekki það sem vantar til að láta Linux vinna rétt á CPU hjá mér?

Ég er með AMD Turion 64 Mobile (hann er 64 bita compatible en ég nota x86)