ég er að reyna að setja upp DNS á netinu hjá mér og ég vildi helst geta gert hann þannig að hann svari öllum innra nets lookupum eins og þeim sem hafa 192.168.0.x tölu (dnsinn þarf að vera með 192.168.0.5) en öllum öðrum lookupum á annar dns að svara.
Svo ég skýri þetta örlítið betur… þá er ég með nokkra servera á innra netinu, t.d. mail og oracle og ég vil að þessi dns minn á innra netinu svari þegar clientar vilja fá hostname á þessa servera en ég vil ekki að dnsinn sé að brasa við að leyta af einhverju öðru heldur að annar dns (sem er fyrir utan netið) sjái um þessar requests.
Ég er að nota nýjust útgáfu af bind8 og þetta er að keyra á suse7.0 vél með kernel 2.4.3.
Getur einhver hjálpað mér með að configga dnsinn svona??

-apollos