Ok, ég er s.s. með HP nx6125 fartölvu. Mig langar alveg ægilega mikið að prófa Fedora Core 5 á henni. En ég á í vandræðum með þráðlausa netið.
Ég er búinn að ná í þetta bcm43xx dæmi og fór held ég alveg eftir þessu http://www.redhat.com/archives/fedora-test-list/2006-March/msg01623.html

Núna sért tölvan netkortið sem eth1 (eth0 er venjulegt netkort).
Allavega, þegar ég fer í ‘Stillingar nets’ og reyni að virkja eth1 fæ ég skilaboðin.
Determining IP information for eth1… failed; no link present. Check cable?
Hefur einhver hérna HP fartölvu með þessu líka skemmtilega kubbasetti sem vill deila reynslusögu?
“If it isn't documented, it doesn't exist”