Ég er í miklum vandræðum með að setja upp þráðlaust net á FC5 í lappanum mínum. Ég er búinn að googla þetta og finn ekki neitt sem hjálpar. Ég er búinn að ná í fullt af mismunandi ipw- firmware pökkum og síðan geri ég.

yum install *nafn á pakka*

En það kemur alltaf það sama:
Cannot find a valid baseurl for repo: core
Error: Cannot find a valid baseurl for repo: core

Einhver sem hefur lent í svipuðum vandræðum og ég og getur hjálpað?

Þetta er hundleiðinlegt því að ég kemst ekki á netið í FC5 og verð alltaf að skrifa niður hvað er að og fara í windows og reyna að laga. Og ég verð að skrifa alla ipw-firmware pakkana á disk og færa þá þannig yfir.

kv. Finisboy