Ég er með tvær linux tölvur sem mig langar að mounta gömlu hörðum diskum við.

Annars vegar langar mig að mounta harða disknum af gamla servernum mínum við nýja serverinn minn. Hinsvegar þarf ég að mounta hörðu diskunum úr windows vélinni minni (en hún brann yfir um daginn) við desktop linux vélina mína.

Serverinn keyri CentOs 4.3 og notar LVM og harði diskurinn úr gamla servernum keyrði á Fedora Core 1 og notar líka LVM. Eftir nokkurra daga grúsk er ég engu nær um hvernig ég eigi að fara að þessu. Það er rétt að geta þess að ég er ennþá hálfgerður byrjandi í linux fræðum. Það að ég skuli keyra minn eigin server segir miklu meira um gæði og einfaldleika linux heldur en þekkingu mína.

Desktop vélin keyrir Fedora 4 og notar LVM, diskarnir úr windows vélinni nota sennilega NTFS án þess að ég hafi í raun neina hugmynd um það.

Ef þið hugarar hafið einhverja hugmynd um hvernig ég á að fara að þessu þá endilega deilið þeim með mér.

Mbk., Tyrone