Ég er algjör linux þurs, og er að rembast við að setja upp smávegis kompu server. Var áður með hann á kubuntu og virkaði ágætlega, en var að uppfæra aðeins og setja upp raid 5 á honum. Ég hef bara ekki hugmynd um hvernig ég á eiginlega að fara að þessu.

Ég byrjaði á því að setja 3 diska í vélina, 160gb hver og allir nákvæmlega eins.

Því næst keyrði ég upp linux installið og fór að rembast við að partiona þetta dót eitthvað, endaði með að búa til swap partion og boot partionu (500mb) á hda og skellti svo restinni af honum í einhverja partionu sem heitir bara linux raid :P

Setti svo hina tvo diskana í þetta sama linux raid

Svo kláraði ég installið og linux bootar auðvitað ég held ég sé bara í frábærum málum, þar til í ljós kemur að ég hef einungis 500mb diskapláss :O

Nú vantar mig einhver til að segja mér hvar raidið mitt er :D