Eins og flestir ættu að vita þá er VMWare búnir að ákveða að gera VMWare Server GSX að fríu forriti. Nú er komin út beta af fríu útgáfunni sem nefnist bara VMWare Server og hægt er að fá hér: http://www.vmware.com/products/server/

Þetta er svona svipað og flestir sem hafa prufað GSX Serverinn ættu að kannast við. Þar sem að fæstir þurfa á ESX að halda nema stífustu hosting fyrirtæki þá ætti þetta að duga fyrir flesta.