Nú sé ég að JReykdal er með rífandi áhuga á iptables, eins og komið hefur fram á þessu áhugamáli og er það vel. Þetta er helvíti flott tól sem býður upp á fullt af möguleikum. En ég á við smá vanda að stríða í sambandi við einmitt þetta. Ég er að setja upp linux tölvu (RH 7.1) sem m.a. router. Tölvan er öll komin upp og virkar fínt, internet og intranet en það eina sem ég er að böggast með er masqið. Nú var það frekar léttur pakki með ipchains… en núna er smá babb í bátnum. Þetta virkar ekki hjá mér…

Málið er:

Ég er búinn að setja upp rc.firewall (http://www.e-infomax.com/ipmasq/howto/beta/m-html/ipmasq-HOWTO-m.html#RC.FIREWALL-2.4.X) og breyta honum eins og við á. er búinn að setja línuna í rc.local. iptables er í init.d directoryinu EN þegar ég skoða hann sé ég línuna…jah, ég nenni nú ekki að skrifa línuna, en hún tékkar hvort að fællinn /etc/sysconfig/iptables (sem er config fæll fyrir iptables) sé til… því miður er hann það ekki. Tékkið skilar því false og þetta iptables skript slekkur því á sjálfu sér.

Nú spyr ég: hvað skal vera í þessum fæl? getur einhver bara sent mér fælinn hjá sér og leyft mér að edita eftir eigin þörfum? Og er einhver með linux box sem router og virkar (og það á iptables)?

Fyrirfram þökk og kveðja og allt það,
thom