ég hef verið að reyna að fá redhat 7.1 að virka sem router. og ég er með 2 netkort. núna fyrir 3 dögum var ég að fá 2 nýleg kort. eða fra´1994. þetta eru 3com kort af 90* seríuni.

ég fór á binary.is og tosman.org og er búin að fá adsl til að virka í redhat 7.1 . en ég fæ ekki routing til að virka. ég er með tvær vélar. eitt netkortið tengist í adsl módemið. svo nota ég twister pair snúru til að tengja í annað kortið og það fer svo í tölvu nr 2.

getur einhver hérna séð hvað ég er að gera vitlaust ? er kannski eitthvað að netkaplinu. (twistet pair) eða eru netkortin ónýt ?