Ég var eitthvað að fikta í gentoo vélinni minni og allt fór til fjandans. Netið, hljóð og /dev/input/ ásamt öðru hvarf algörlega.

Ég er núna með kernel-2.6.11-gentoo-r7 og hann er linkaður í /usr/src/linux, og hann compilaðist án vandræða - Forcedeth compilaður inn í.

Ég er með Asus A8n SLI deluxe, amd64 örra og allt gentoo kerfið er 64bita (ef það skiptir máli). Eth0 er gigabit netkortið og eth1 er nforce netkortið, hvorugt virkar. Ég nota udev.

Ég tengist netinu í gegnum router, er búinn að prófa að skipta á dhcp og static ip í /etc/conf.d/net. Routerinn virkar fínt, ég prófaði með livecd og þá virkaði allt.

Það sem ég gerði var að fylgja einhverju guide fyrir Ipod á gentoo

Ég sá strax að eitthvað var að þegar þetta virkaði ekki og reyndi að breyta þessu til baka - en það var greinilega of seint. Eins og ég tók fram hér að ofan fór margt annað en netið. Hljóðið, og /dev/input/ o.fl hvarf. Ég hafði gleymt að taka eina línu út í configinu og þá kom input ^^. Svo setti ég hljóðkortið aftur upp og þá gat ég loksins hlustað á tónlist. Það eina sem virðist ekki virka lengur er netið. Ég gerði þau mistök að breyta 50-local.rules í staðin fyrir 10-local.rules þegar ég fór eftir guidinum.

Þegar ég geri “dmesg|grep eth” þá sé ég bæði netkortin, með nafni.

Þegar ég geri “ifconfig” sé ég aðeins 127.0.0.1

Þegar ég geri “ifconfig -a” sé ég eth0 og eth1, með það sem mér sýnist vera valid mac addresa.

Þegar ég geri /etc/init.d/net.eth* start fæ ég [OK] en enga iptölu, ekkert breytist.

Ef ég geri “dmesg” eftir það sé ég engan mun, veit ekki hvort ég eigi að sjá neitt samt.

Er einhver hér sem hefur hugmynd um hvað gæti verið að og hvernig ég get lagað þetta?