Já, þannig er mál með vexti: Ég er sjálfur forritari og er kominn með frekar sniðuga hugmynd að forriti sem ég er að framkvæma fyrir linux, en lendi í smá vandamálum og datt í hug að einhver hér gæti aðstoðað…

Forritð kalla ég “Bios player” og það gengur út á það að nota minnið sem er frátekið fyrir biosinn. Biosinn (eins og flesti hér vita líklega) hefur að geyma u.þ.b 1,2 GB af minni (í nýrri tölvum (S478), lægra í eldri en S478) sem nýtist aðeins til að keyra bios stýrikerfið þegar þess er þörf. Það kemur ekki upp sú staða að keyra þurfi biosinn á sama tíma og aðal stýrikerfið (í þessu tilfelli Linux). Þannig er ég að skrifa forrit sem hleður inn (í bili!) aðeins margmiðlunargögnum eins og kvikmyndum og lögum allt að þá 1,2 GB. Þetta kemur til með að flýta ALLRI keyrslu á öðrum forritum og halda minninu tómu fyrir aðra [mikilvægari] hluti á meðan. Ég er á styrk við þetta frá Menntamálaráðuneytinu og er að renna út á tíma og bið þessvegna um smá hjálp. Forritið er tilbúið og allt good to go nema… Ég lendi í vandræðum þegar kemur að fá aðgang að minninu sjálfu. Það virðist vera varið eða læst á einhvern hátt.. Veit einhver lausn á þessu?