Fedora Core 3, Amd 64 og raid
              
              
              
              Hæ, það er eitt sem er að gera mig brjálaðann er að ég ætla að hafa dual boot á linux og windows xp.  Þegar ég reyni að setja upp fedora core 3 64bit útgáfuna þá finnur hún ekki raid uppsetninguna mína.  Ég er að nota 2x 160gb diska í raid 0 og fedorann sér bara báða diskanna í sitthvoru lagi.  Þetta virkar í windows en ekki í linuxinum.  Ég er búinn að leita út um allt að rekklum fyrir þetta og ekkert gengur, nema ég er búinn að rekast bara á forums þar sem fólk er að kvarta undan því að það geti ekki sett upp linux í raid 0.  Ég er að nota MSI K8N Platinum útgáfuna, sem er Nforce 3.  Hefur einhver hérna náð að setja linux dual boot á raid 0, nforce 3 kubbasetti ?  Plz það væri gott að fá svar sem fyrst. :)
                
              
              
              
              
             
        






