Jæja þá er maður aftur kominn í linux pælingar, virðist gerast af og til á meðan að maður bölvar windows fyrir að vera yndisleg fyrirmynd annarra stýrikerfa *hóst* kaldhæðni *hóst*.

Allavega vona ég á myrkum dögum að linux sé ljósið en það eina sem að ég hef áhyggjur af er það að leikjaáhugi minn fái enga næringu við að skipta yfir í linux.

Fékk til dæmis þá róttæku hugmynd rétt áðan að ná mér bara hið sneggsta í fedora core 3 og losa mig við ‘Gluggann’ en þá fór maður að pæla hvort að maður geti virkilega haldið áfram að spila leiki almennilega áfram og hvort að þeir verði í einhverri slæmri vinnslu eða bara í total hacki.

Eins og er þá spila ég Warcraft 3 nokkuð mikið, og svo er maður með steam/hl2 inni síðan um jólin og býst við að byrja að spila hann aftur á netinu fljótlega. Annars hefur maður bara verið að testa ýmisa leiki sem að koma og fara en ég vil allavega hafa tækifæri til að spila þá.

Er Linux virkilega lausnin fyrir mig eða verð ég bara að halda mig við ‘Glugga’ ?