Ok, mig langar að prófa linux, hefur alltaf fundist það spennandi en sökum ungs aldurs hef ég aldrei lagt í það. Svo fyrir ári eða svo heyrði ég af Knoppix, var áhugasamur og ætlaði alltaf að prófa, en gleymdi því. Núna þegar ég loksins geri það. Þá kemur svona villa upp þegar ég keyri diskinn: Kernel panic: VSF:… og eitthvað fleira sem ég man ekki… Hvað er að? Veit það einhver?

Og svo er annað sem ég ætlaði að spyrja um, ef þið væruð að fara að prófa linux í fyrsta skipti (og vilduð læra á því) hvaða kerfi mynduð þið velja. Skiptir engu máli þó ég þurfi að lesa slatta af leiðbeiningum á netinu. Bara hvaða kerfi er gott að byrja á?
“If it isn't documented, it doesn't exist”