Sælir,

var að byrja að reyna mig við linux (hef forritað í m$ í rúm 10 ár) þannig að ég hélt svosem að ég gæti klórað mig í gegnum þetta.

Gékk svosem eins og í sögu nema að mér er fyrirmunað að fá hljóðkortið í gang.. er ég farinn að hallast að því að það sé bara ekki supportað, sem er pínlegt þar sem það er on-board. Búinn að prófa Alsa dæmið osfrv.

En hér eru nokkrar spurningar sem kanski einhverjir geta svarað.

1. Er líklegt að þetta sé ekki supportað. (Realtek WHQL 3.62).

2. Nú er ég búinn að keyra update á Fedora 2 og þá fæ ég alltaf að velja um tvö install - get ég ekki stillt á að það keyri það nýrra og eru þetta tvö install eða svona hardware profile eins og í windows ?

3. Hvernig keyri ég netið sjálfvirkt í gang. Þarf alltaf að fara í System Settings -> Network og setja inn root passwordið til að fuðra því í gang.

kv/ einn grænn…