Jæja, þá er maður byrjaður að reyna fikta sig eitthvað áfram í linux en ég er strax strand. Ég hef notað terminal töluvert í makkanum mínum þannig að ég hélt að ég hefði nú alveg grunninn í þessu en…
Ég setti upp fedora core 2 og er að reyna compila forrit, en stranda á því þegar ég á að gefa skipunina make install. Það stendur að það þurfi að gefa skipunina sem rót þannig að það ætti þá að vera “sudo make install” ekki satt? En þá fæ ég þetta í hausinn “user is not in the sudoers file. This incident will be reported” þar sem user nameið mitt stendur auðvitað í staðinn fyrir user.
Ég googlaði villunni og fékk helling af niðurstöðum sem ég botna ekkert í svo eg vona bara að þið getið hjálpað ;)
Er það ég sem er að gera eitthvað vitlaust eða hvað er að klikka.