Sælir

Ég hef notað Mandrake 7.0 síðustu mánuði til að ‘rout-a’ adsl hérna innanhús, og hefur gengið vel. Ég ákvað þó að setja RedHat 7.1 vegna þess hve Mandrake 7.0 er einfaldlega gamalt :)

Ég ætla að byrja á að segja hvernig netið er uppsett:

adsl módem fer í hub, 2 netkort í router fara í hub og “client” vélar fara í hub, s.s. allt í hub. Ég held alveg örugglega að ég sé með netkort rétt uppsett (get allavega ping-að þau úr client vél), og hef sett ADSL upp samkvæmt http://www.tosmann.org/is/Linux/adsl/index.html (það sama og er á www.adsl.is), en þegar ég geri síðan pptp alcatel þá get ég ekki pingað neitt á ‘internetinu’, en ef ég reyni að connecta með win2k vél rétt á eftir get ég ekki connectað, verð að ‘kill-a’ linux tenginguna, og get þá tengst með win2k. Eftirfarandi kom í /var/log/messages þegar ég var nýbúinn að gera pptp alcatel (var þá nýbúinn að kveikja á vélinni, og ekki búinn að gera neitt):

Client connection established
Incoming call estabilished
pptp: call_id = 0 peer_call_id = 1
PPP generic driver version 2.4.1
pppd 2.4.0 started by root, uid 0
Using interface ppp0
Connect: ppp0 <–> /dev/ttya0
kernel: PPP BSD Comprssion module registed
kernel: PPP Deflate Compression module registed

Ég er með adsl hjá simnet, og það virkar fínt þar sem ég er tengdur á win2k vél á adsl núna (og já, ég var ekki connectaður á neinsstaðar á adsl þegar ég reyndi í linuxnum, og í rauninni hafði ekki verið það í 8 klukkutíma, þannig ég var ekki ennþá ‘inni’)

Ég er ekki búinn að setja neina firewall-a eða neitt inn, fyrsta sem ég gerði eftir install var að setja upp adsl tengingu (ásamt ssh).


Hafið þið einhverja hugmynd um hvað gæti verið að? Ef svo er, endilega ekki hika við að svara :)

Íva